ÁSKRIFTARSKILMÁLAR 365 MIÐLA EHF

Kæri viðskiptavinur!

Vinsamlegast kynntu þér vel eftirfarandi áskriftarskilmála fyrir sjónvarpsstöðvar 365. Sú vitneskja fyrirbyggir misskilning og stuðlar að greiðum og góðum samskiptum í framtíðinni. Hikaðu ekki við að hringja í síma 512 5100 eða gjaldfrjálst númer 800 6161 ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi áskrift þína. Við veitum þér fúslega allar nánari upplýsingar.

1. gr. Áskrift að sjónvarpsútsendingum 365 miðla ehf. kt. 480702-2390 (hér eftir: 365) veitir áskrifanda aðgang að þeim stöðvum 365 sem áskrifandi hefur greitt fyrir hverju sinni. 

2. gr. Áskriftin er einungis til heimils- og einkanota. Óheimilt er að dreifa áskriftinni með einhverjum þeim hætti að hún nýtist á fleiri stöðum en á skráðum notkunarstað áskriftarbúnaðarins, sbr. 12. gr. skilmála þessara, t.d. á milli heimila, vinnustaða o.s.frv., og eins er áskrifanda óheimilt að taka upp efni úr dagskrá nema til einkaafnota á skráðum notkunarstað áskriftarbúnaðarins. 

3. gr. Allir áskrifendur teljast meðlimir Vildarklúbbs Stöðvar 2 - Stöð2 Vild. Sem meðlimur í vildarklúbb Stöðvar 2 fá áskrifendur aðgang að einum stærsta afsláttaklúbb landsins þar sem í hverjum mánuði bjóðast margvísleg spennandi tilboð.Áskrifendur sem vilja nýta sér þessa tilboðsþjónustu skrá kort sín sjálfir í klúbbinn inná www.stod2.is/vild. Afsláttakjörin falla niður um leið og uppsögn tekur gildi. Vakin er athygli á að Stöð2 ber ekki ábyrgð á því ef viðskiptavinur fær ekki afslátt hjá samstarfsaðila vegna bilunar í posa eða villu í skráningu á korti. Hægt er að kynna sér tilboðin hverju sinni inná www.stod2.is/vild

4. gr. Áskriftarsamningur framlengist sjálkrafa um einn mánuð í senn nema um áskriftarpakka sé að ræða (Skemmtipakkinn, Sportpakkinn, Stóripakkinn), gildir þá þriggja mánaða uppsagnarákvæði.  Áskriftarsamningur  framlengist sjálfkrafa nema áskrifandi segi upp samningnum.  Kjósi áskrifandi að gera breytingar á áskrift, hvort heldur er varðar samsetningu áskriftar, greiðslumáta áskriftargjaldsins eða uppsögn, ber honum að tilkynna allar slíkar breytingar til 365, í síma 512 5100, með tölvupósti á netfangið askrift@365.is eða með öðrum skýrum hætti. Slík tilkynning þarf að hafa borist til 365 eigi síðar en 11. dag næsta mánaðar á undan þeim mánuði sem breytingunum er ætlað að taka gildi. Öll ábyrgð á að slíkar tilkynningar berist 365 á réttan hátt og á réttum tíma liggur hjá áskrifanda. Ítrekað er að einungis er hægt að beina slíkum tilkynningum til 365 en ekki til dreifingaraðila (Símans eða Vodafone), sbr. 9. gr. skilmála þessara, né nokkurra annarra. 

5 gr. Áskriftargjald hvers mánaðar ber áskrifanda að greiða fyrirfram samkvæmt þeim gjaldskrár-reglum sem eru í gildi á hverjum tíma hjá 365, því gjaldskrá getur tekið breytingum á samningstíma samanber 13. gr. þessara áskriftarskilmála. Gjalddagi áskriftargjalds er fyrsti dagur hvers mánaðar.

6. gr. Allar athugasemdir við útgefna reikninga og greiðsluseðla skulu gerðar án tafar og eigi síðar en 3. hvers mánaðar, ella telst reikningur og/eða greiðsluseðill samþykktur og verður þá ekki endurskoðaður sem slíkur nema að atvik réttlæti slíkt með ótvíræðum hætti. 

7. gr. Ef áskriftargjald er skuldfært beint á greiðslukort eða af bankareikningi greiðanda í boð- eða beingreiðslum er í þeim tilvikum enginn greiðsluseðill gefinn út og ekkert seðilgjald innheimt. Óski áskrifandi eftir því að fá sendan greiðsluseðil skal hann fara fram á það með skýrum hætti og velja þá jafnframt hvort óskað sé eftir rafrænum eða bréflegum greiðsluseðli. Hafa ber í huga að í þeim tilvikum er innheimt lágmarks seðilgjald og vakin er athygli á því að bréflegur greiðsluseðill er dýrasti kosturinn. Í beingreiðslum gerir áskrifandi ekki beint skriflegt samkomulag við 365 heldur við viðkomandi bankastofnun. Í boðgreiðslum er áskriftargjald tekið mánaðarlega út af því kreditkorti sem áskrifandi gefur upp við kaupin. Vakin er athygli á að 365 ber enga ábyrgð á hverskyns samkomulagi áskrifanda við bankastofnanir um afgreiðslu boðgreiðslna áskriftargjalda og hvetur 365 áskrifanda til að skoða bankayfirlit sín vel þess efnis og þá sérstaklega eftir að áskrifandi hefur sagt upp áskrift sinni hjá 365. 365 virðir almenna skilmála um varðveislu kortanúmera frá færsluhirðingafyrirtækjum/kortaútgefendum.

8. gr. 365 áskilur sér allan rétt til að breyta fyrirvaralaust auglýstri dagskrá miðla sinna og fjölda þeirra rása sem dagskráin er send út á hverju sinni og einnig allan rétt til að breyta fyrirvaralaust samsetningum og fjölda stöðva í hverjum áskriftarpakka, sbr. 13. gr. samnings þessa.

9. gr. Vakin er athygli á að 365 er einungis efnisveita sjónvarpsefnis áskriftar. Aðrir aðilar, eða svokallaðir dreifingaraðilar, bera ábyrgð á áskriftarbúnaðinum, og lýtur áskriftarbúnaðurinn því eingöngu þeirra ábyrgð og skilmálum. 365 ábyrgist því á engan hátt útsendingar- eða móttökuskilyrði miðla sinna og bera enga ábyrgð á neinu því sem tengist myndlyklum eða öðrum atriðum tengdum dreifingu sjónvarpsefnis. Vakin er sérstök athygli á að ekki er hægt að breyta eða segja upp áskrift að efni 365 hjá neinum dreifingaraðila, þar sem slíkar óskir áskrifanda geta einungis beinst til 365 eins og kemur fram í áskriftarskilmálaum þessum. Þegar skilað er inn myndlykli til dreifiveitu verður að hafa samband við 365 til þess að segja upp áskrift, þar sem áskrift er fyrirframgreidd. Einnig verður að hafa samband við 365 þegar áskrifandi skiptir um dreifiveitu.

10. gr. Greiðsla á myndlyklum greiðist dreifiveitu, Símanum eða Vodafone. Aukaáskriftargjald á aukamyndlykli er skv. verðskrá hverju sinni og greiðist sú upphæð til 365. Með aukaáskriftargjaldi er átt við þegar áskrift speglast á aukalykil, allar áskriftarstöðvar nema grunnáskrift. Aðal- og aukamyndlyklar verða báðir að vera staðsettir á heimili áskrifanda/greiðanda.

11.gr. Áskrifendum gefst kostur á að streyma myndefni frá sjónvarpsstöðvum 365 til persónulegra nota í gegnum sjónvarp OZ.com. Áskrifendur sem vilja nýta sér þá lausn þurfa að sækja um aðgang inná dreifikerfi OZ.com. 365 ábyrgist á engan hátt útsendinga og móttökuskilyrði OZ sjónvarpsins. Hverri Oz áskrift fylgir einn samtímastraumur en hægt er að setja upp aðgang í allt að fimm viðtæki (tölvur, spjaldtölvur, sjónvörp, símar) innan hvers heimilis. Áskrifandi ábyrgist að öll tækin séu í eigu áskrifanda eða nánustu fjölskyldumeðlima sem búa innan sama heimilis. Aðgangur og geymsla efnis í tölvuskýi er skv. verðskrá OZ hverju sinni.

12. gr. Brjóti áskrifandi gegn áskriftarskilmálum þessum, til dæmis, en takmarkast ekki við, að tilraun sé gerð til að komast hjá gjaldtöku á óheimilan hátt eða reynt er að koma gjaldskyldu yfir á óskyldan eða ógjaldfæran aðila, er 365 heimilt, án fyrirvara, að loka á áskrift og krefjast greiðslu sem 365 áætlar að af sanngirni bæti fyrir brot áskrifanda og eftir atvikum mun 365 kæra atferlið. 

13. gr. 365 áskilur sér rétt til þess að breyta áskriftarskilmálum þessum, gjaldskrá ofl. Þær breytingar skulu kynntar áskrifendum með að minnsta kosti eins mánaðar fyrirvara á vefsíðunni www.stod2.is sem og með öðrum sýnilegum hætti á viðkomandi áskriftarstöðvum. Þar skal kynnt í hverju breytingarnar felast og eftir atvikum eru þar veittar upplýsingar um rétt áskrifanda til þess að segja upp gildandi áskriftarsamningi vegna breytinganna.

14. gr. Rísi ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum skal leitast við að ná sáttum með heiðarleika og sanngirni að leiðarljósi, en annars má reka mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Áskriftarskilmálar þessir gilda frá 3.september 2013


Hér erum við líka

Footer stuff g sdgsg d
Agasgasgasdg  Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash