Stöð2 Vild

Allir áskrifendur eru nú meðlimir í Stöð 2 Vild og njóta þeirra fríðinda sem því fylgir.  Allir áskrifendur fá allar fylgistöðvar þeirrar stöðvar sem keypt er og fá aðgang að öllum tilboðum sem eru í Stöð 2 Vild.  

Sumarhúsaáskrift

Þú þarft aldrei að missa af þínum uppáhaldsþætti eða íþróttaviðburði. Ef þú ert með áskrift heima getur þú fengið þér aukalykil í sumarbústaðinn.

Eftirfarandi tvær leiðir eru í boði:

  1. Þú getur fært áskriftina yfir á sumarbústaðarlykilinn með einfaldri aðgerð, hringdu í Þjónustuver Stöðvar 2 í síma 512-5100. 
  2. Fyrir aðeins 2.040 kr. á mánuði geta viðskiptavinir keypt mánaðaráskrift í sumarbústaðinn. Opnast þá fyrir sömu áskrift og er á lyklinum heima frá föstudegi til sunnudags allar helgar í mánuðinum.

HD-áskrift

Ef þú ert með HD-myndlykil getur þú séð valda leiki í enska boltanum og Meistaradeildinni í háskerpu. HD-áskrift kostar 575 kr. á mánuði á Vodafone lykla og 575 kr. á lykla hjá Símanum og bætist við hefðbundið áskriftargjald.

Aukaáskrift

Áskrifendur hafa möguleika á að bæta aukamyndlykli við áskriftina.

Greitt er aukaáskriftargjald á aukamyndlykil kr. 755 á mánuði og greiðist sú upphæð til 365. Með aukaáskriftargjaldi er átt við þegar áskrift speglast á aukalykil, allar áskriftarstöðvar nema grunnáskrift.

Aðal- og aukamyndlyklar verða báðir að vera staðsettir á heimili áskrifanda/greiðanda.

Hér erum við líka

Footer stuff g sdgsg d
Agasgasgasdg  Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash