Um þáttinn

Modern Family hefur hlotið bæði Emmy- og Golden Globe-verðlaunin sem besti gamanþátturinn og leikarar þáttanna hafa einnig sópað að sér verðlaunum. Þættirnir eru meðal allra vinsælustu erlendu þáttaraða Stöðvar 2 samkvæmt rafrænum áhorfsmælingum Capacent-Gallup. Modern Family fjallar um þrjár nátengdar en gjörólíkar nútímafjölskyldur. 

Jay Pritchett er fjölskyldufaðirinn. Hann á tvö uppkomin börn frá fyrra hjónabandi er núna giftur suðrænni fegurðardís sem flutti til hans með ungan son sinn. Dóttir Jay, húsmóðirin Claire, er gift fasteignasalanum Phil Dunphy sem heldur að hann sé svalasti pabbi í heimi. Þau eiga tvær dætur og einn son; Haley er týpískur táningur, Alex er gáfnaljósið í fjölskyldunni og Luke er svolítið öðruvísi en allir aðrir. Sonur Jay er Mitchell Pritchett, samkynhneigður lögfræðingur. Maðurinn í líf hans er Cameron og saman hafa þeir ættleitt unga dóttur. Í hverjum þætti lenda fjölskyldurnar í ótrúlega fyndnum aðstæðum sem við öll könnumst við að einhverju leyti.

Gaman
Þáttaröð:9
Fjöldi þátta: 22
Aðalhlutverk: Ed O'Neill, Sofía Vergara, Julie Bowen, Ty Burrell, Jesse Tyler Ferguson, Eric Stonestreet, Sarah Hyland, Ariel Winter, Nolan Gould, Rico Rodriguez, Aubrey Anderson-Emmons
Um þáttinn á Wikipedia
Um þáttinn á IMDB

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash