Um þáttinn

Skemmtileg ný þáttaröð úr smiðju Lóu Pind, þar sem hún gægist inn í heim sem er hulinn mörgum Íslendingum, heim sem er fullur af Snapchat stjörnum sem geta varla skotist í Kringluna fyrir aðdáendum sem vilja eiginhandaráritanir eða selfís. Við kynnumst alls konar snöppurum; Manúelu Ósk sem finnst auglýsingamennskan á Snapchat óhófleg, menntaskólapiltinum Binna Glee sem þúsundir fylgjast með daglega, guðfræðinemanum Ernu Kristínu sem kallar sig Ernuland og ætlar að verða prestur og hefur fullar tekjur af því að snappa, Thelmu sjúkraliða sem snappaði sig í gegnum sorgina eftir sjálfsvíg kærasta síns, Hrefnu Líf sem byrjaði að snappa í maníu, Evu Ruzu sem segist vera athyglissjúkasta dýrið á jörðinni, Sigrúnu Sigurpáls sem landinn elskar að horfa á þrífa og Binna Löve sem finnst ekkert að því að koma nakinn fram, í snappi.

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash