Um þáttinn

Önnur þáttaröð þessara dramatísku þátta sem byggðir eru á samnefndri kvikmynd í leikstjórn Stevens Soderbergh. Þessi þáttaröð er ólík þeirri fyrri og með nýjum söguhetjum. Sagðar eru tvær sögur samhliða og fylgjumst við með þeim sitt á hvað. Önnur sagan gerist í Washington og segir frá Ericu Myles sem vinnur sem fjármálastjóri í pólitískri aðgerðarnefnd í miðjum þingkosningum. Hún ákveður að fara óhefðbundnar fjáröflunarleiðir og stefnir um leið lífi sínu og starfi í hættu. Hin sagan gerist í New Mexico og fjallar um fyrrverandi fylgdardömuna Briu Jones sem er í vitnavernd ásamt dóttur sinni. Þegar henni býðst starf í sömu starfsgrein og áður setur það öryggi þeirra beggja í uppnám. Fyrsta sería er aðgengileg í heild sinni inni á Stöð 2 Maraþon Now

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash